15 Apríl 2003 12:00

Á lögregludaginn þann 26. apríl næstkomandi munu lögreglustöðvar í Reykjavík verða opnar almenningi frá kl. 11:00 – 17:00. Á aðallögreglustöðinni að Hverfisgötu 113 verður sérstök kynning á starfi lögreglunnar. Markmiðið með lögregludeginum er að kynna lögregluna, starfsemi hennar, skipulag og markmið. Einstakar deildir verða kynntar og komið á framfæri upplýsingum og ábendingum til almennings. Ýmsar uppákomur verða í tilefni dagsins, þ.m.t. myndasamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, Lúlli löggubangsi verður á staðnum, hægt verður að skoða farartæki lögreglunnar, lögregluhundarnir verða á kreiki, teknar verða myndir af börnum á lögregluvélhjólum með Lúlla og margt fleira.

Nánar um myndasamkeppnina: