1 Febrúar 2008 12:00

Eftir hádegi í gær var lögregla kölluð að heimili í Reykjavík vegna ágreinings um tölvunotkun. Þar áttu mæðgin í útistöðum en þrætueplið var tölvunotkun sonarins. Þeim tókst ekki að útkljá málið en svo fór að sonurinn, sem er á unglingsaldri, réðst að móður sinni og rauk síðan á dyr. Áverkar hennar reyndust ekki alvarlegir en móðurinni var eðlilega brugðið og leitað því til lögreglu. Því miður er málið ekki einsdæmi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áður sinnt útköllum eins og þessu.