7 Maí 2020 13:49

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur alla þá borgarbúa sem enn aka um á negldum hjólbörðum á ökutækjum sínum til þess að gera ráðstafanir um að skipta yfir á ónegld dekk sem allra fyrst.

Við gerum ráð fyrir því að byrja að sekta þá sem enn aka um á nagladekkjum upp úr miðjum maí. Sektin fyrir að aka um á negldum dekkjum er 20.000 kr. fyrir hvern hjólbarða sem er negldur undir ökutækinu. Við munum tilkynna það með fyrirvara á miðlum okkar hvenær við drögum upp sektarbækurnar.