25 Janúar 2021 15:04
Vikulega birtist samantekt á lögregluvefnum um fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu þar sem getið er um aðdraganda og orsakir þeirra. Í síðustu viku vildi svo ánægjulega til að ekkert umferðarslys var tilkynnt til lögreglunnar og það er að sjálfsögðu gleðiefni. Enn sem fyrr er þó ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.
Þrátt fyrir slysalausa daga (enginn fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur) var tilkynnt um 17 umferðaróhöpp á fyrrnefndu tímabili og því eignatjón, mismikið, sem af því hlaust.