20 Apríl 2021 11:19
Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn reglum um sóttkví og einangrun og brotum gegn sóttvörnum. Á sama tíma hafa 7 brot gegn sóttkví og einangrun verið skráð og 33 brot gegn sóttvörnum (miðað við stöðuna 18.04. 2021).
Brot gegn sóttkví og einangrun fela aðallega í sér grun um brot á skyldum einstaklinga sem eru í sóttkví (2 tilvik), grun á broti á skyldu til að fara í sóttkví (4 tilvik) og grunur um að einstaklingur sem er með staðfest COVID-19 smit sinni því ekki að fara í einangrun (1 tilvik).
Brot á sóttvörnum fela aðallega í sér brot á sóttvarnarlögum eða 32 tilvik og eitt tilvik þar sem um er að ræða grun um að of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda.