10 September 2009 12:00

Talsvert var um stöðubrot við Laugardalsvöllinn og í nágrenni hans í gærkvöld og hafði lögreglan afskipti af allmörgum ökutækjum vegna þessa. Ítrekað hefur ökumönnum sem eiga leið um Laugardalinn verið bent á að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Sömuleiðis er iðulega lagt ólöglega á ýmiss grassvæði sem þarna eru. Með stöðubroti er átt við ökutæki sem er lagt ólöglega, m.a á gangstéttum. Umráðamönnum þessara ökutækja er gert að greiða 2500 kr. en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð. Á meðfylgjandi mynd sést glögglega um hvað er að ræða.