Frá vettvangi á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.
27 Apríl 2020 21:51

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 19. – 25. apríl, en alls var tilkynnt um 23 umferðaróhöpp í umdæminu.

Miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.53 féll reiðhjólamaður af hjóli sínum á malbikuðum göngustíg austan Þjóðhildarstígs í Grafarholti. Reiðhjólamaðurinn, sem var með hjálm, var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 25. apríl kl. 23.01 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegur. Annarri bifreiðinni var ekið suður Reykjanesbraut, en hinni norður Reykjanesbraut og var henni beygt vestur Bústaðaveg í aðdragandanum. Talið er að sá sem ók Reykjanesbraut í norður hafi ekið gegn rauðu ljósi, en hann er jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur. Ökumaður og farþegi úr hinni bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.