Frá vettvangi á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka.
17 Janúar 2023 10:01

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 8. – 14. janúar, en alls var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 8. janúar kl. 10.41 var bifreið ekið austur Breiðholtsbraut í Reykjavík og beygt áleiðis norður Stekkjarbakka þegar annarri bifreið var ekið vestur Breiðholtsbraut svo árekstur varð með þeim. Vitni sögðu fyrrnefndu bifreiðina hafa verið ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótunum. Annar ökumannanna er grunaður um ölvunarakstur. Farþegi var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 18.40 var bifreið ekið út af bifreiðastæði við Grensásveg í Reykjavík og á gangandi vegfaranda. Myrkur og háir snjóruðningar voru á vettvangi. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 14. janúar kl. 11.41 var bifreið ekið afturábak úr bifreiðastæði á Klapparstíg í Reykjavík og á gangandi vegfaranda sem þar stóð við myndatöku. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.