22 Nóvember 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á tíunda tímanum í morgun á Sæbraut í Reykjavík á móts við afgreiðslustað Aktu taktu , fimmtudaginn 22. nóvember. Þar varð gangandi vegfarandi fyrir rauðri Toyotu Carina E bifreið, sem ekið var á hægri akrein á vesturleið,  en tilkynnt var um slysið kl. 9.11. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is