13 Febrúar 2020 18:16

Vonskuveðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu í nótt og á morgun, en gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir umdæmið, sem gildir frá kl. 7-11 fyrir hádegi á morgun. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá kl. 5-7 í nótt og aftur frá kl. 11-15 á morgun. Ljóst er að veðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, en um tíma verður ekkert ferðaveður á höfuðborgarsvæðinu og gildir það sömuleiðis um vegi til og frá umdæminu. Lögreglan hvetur fólk til að halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir og vera alls ekki á ferðinni nema að mjög brýna nauðsyn beri til. Hætt er við foktjóni og er fólki bent á að ganga vel frá lausum munum og sýna varkárni. Byggingaraðilar eru sérstaklega hvattir til að ganga vel frá á framkvæmdarsvæðum.

Skólahald mun falla niður á höfuðborgarsvæðinu á morgun, föstudag, en skólar verða þó opnir með lágmarks mönnun.

Veður viðrananir