22 Júní 2006 12:00

Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur lokið við að yfirfara þær 115 umsóknir sem bárust um skólavist í grunnámi skólans fyrir árið 2007. Niðurstaðan er sú að 12 umsækjendur uppfylla ekki almenn inntökuskilyrði og því verða 103 umsækjendur boðaðir til inntökuprófa sem fara fram í lok ágúst.

Öllum umsækjendum hefur verið sent bréf þar sem fram kemur hvort umsókn þeirra er hafnað eða þeir boðaðir í inntökupróf.