21 Febrúar 2006 12:00

Lögreglan á Egilsstöðum lagði í gærkvöldi hald á um 15 grömm af hassi sem kom með innanlandsflugi á Egilsstaðaflugvöll.  Var karlmaður á Reyðarfirði handtekinn í samvinnu við lögregluna á Eskifirði. Viðurkenndi maðurinn að eiga efnið sem hann sagðist ætla bæði til eigin nota og til sölu. Málið telst upplýst.