14 Maí 2003 12:00

Umsóknarfrestur um skólavist í Lögregluskóla ríkisins fyrir námsárið 2004 rann út þann 15. apríl s.l.

Umsækjendur sem virðast við fyrstu sýn uppfylla öll almenn inntökuskilyrði eru 131, af þeim eru 104 karlar og 27 konur. Allar þessar umsóknir eru nú til meðferðar hjá valnefnd Lögregluskólans og verða þeir sem uppfylla öll skilyrði boðaðir til inntökuprófa.

Talsvert er um að umsækjendur hafi ekki skilað læknisvottorði og/eða staðfestum gögnum um menntun. Umsóknir þeirra sem ekki hafa skilað fullnægjandi gögnum varðandi menntun fyrir þann 1. júní n.k. verða ekki teknar til frekari meðferðar og þær verða endursendar.

23 þeirra sem sóttu um skólavist uppfylltu ekki inntökuskilyrði af ýmsum ástæðum svo sem vegna menntunarskorts, sakaferils eða aldurs.

Fyrrihluta júnímánaðar verður búið að fara yfir allar umsóknir og kanna sakaferil umsækjenda og í framhaldi af því verða hæfir umsækjendur boðaðir til inntökuprófa. Þau munu fara fram dagana 22. – 29. ágúst n.k.

Þeir sem standast öll inntökupróf verða boðaðir til viðtals hjá valnefnd Lögregluskólans sem hefur það hlutverk að velja 40 hæfustu einstaklingana úr hópi umsækjenda. Endanlegt val nefndarinnar mun liggja fyrir þann 1. október 2003.