24 Desember 2009 12:00

Lögreglumenn á Selfossi hafa frá 17. desember haldið uppi öflugu umferðareftirliti á vegum í Árnessýslu.  Einkum var verið að fylgjast með ölvunar- og fíkniefnaakstri auk annara atriða svo sem notkun öryggsbelta og búnaði ökutækja.  Verkefnið var unnið í samvinnu við embætti Ríkislögreglustjóra.  Frá þeim degi þar til nú í morgun, aðfangadag jóla, hafa 1667 ökutæki verið stöðvuð og 1663 ökumenn beðnir að gefa öndunarsýni.  Af öllum þessum ökumönnum reyndist einn undir áfengisáhrifum.  Tveir ökumenn höfðu neytt áfengis en reyndust undir refsimörkum. Þeim var gert að hætta akstri.  Þrjátíu ökutæki voru með biluð ljós, fjögur voru óskoðuð, 21 ökumaður var ekki með ökuskírteini og í níu tilvikum voru öryggisbelti ekki notuð af ökumanni eða farþega.  Lögreglan á Selfossi vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra ökumanna, sem samskipti voru höf við í þessu viðamikla eftirliti, fyrir þolinmæði og skilning sem þeir  sýndu lögreglumönnum í þessum aðgerðum.  Allt er þetta gert til að tryggja sem best öryggi vegfaranda.  Þessa daga hefur umferðin gengið mjög vel í Árnessýslu og engin alvarleg óhöpp orðið.  Um leið og lögreglan á Selfossi óskar landsmönnum gleðilegra jóla eru ökumenn hvattir til að fara varlega í umferðinni og leggja sitt að mörkum til að hátíðarnar verði slysalausar.