16 Október 2015 16:17

Um kl.11:00 í morgun barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um að utanborðsmótor tilheyrandi seglskútu hafi verið stolið í nótt sem leið, þar sem skútan lá við bryggju á Ísafirði. Um er að ræða verðmæti upp á nokkur hundruð þúsund krónur.

Rannsókn málsins hefur gengið vel og nú, um kl.15:00 í dag, hafði lögreglan handtekið fjóra unga menn, yfirheyrt og framkvæmt húsleit á heimili eins þeirra, þar sem umræddur mótor fannst. Mótornum hefur verið komið til skila til eiganda.

Mennirnir fjórir viðurkenndu allir aðild sína að þjófnaðinum. Þeir hafa allir áður komið við sögu vegna ýmissa afbrota.  Þeim hefur verið sleppt lausum