1 Mars 2011 12:00

Þann 1. mars s.l. hófu 20 nýnemar nám á fyrstu önn grunnnámsdeildar Lögregluskóla ríkisins. Námið á önninni tekur fjóra mánuði, því lýkur í lok júní 2011 og þá fara nemendurnir í starfsnám í lögreglunni.

Af þessum nýnemum hafa fimm starfað sem afleysingamenn í lögreglunni, allt frá rúmum 4 mánuðum til tæplega þriggja ára. Meðalaldur nýnemanna er 26,90 ár, 6 konur eru í hópnum eða 30%.

Starfsreynsla nýnemanna er margvísleg og má sem dæmi nefna kennslu, sölumennsku. pípulagnir, húsasmíði, einkaþjálfun, þjálfun í fimleikum og knattspyrnu, rafvirkjun, hermennsku, sjúkraflutninga og sjómennsku.

Meðal þess sem nýnemarnir hafa sem áhugamál eru íþróttir, útivera, hljóðfæraleikur, hestamennska, líkamsrækt, hnefaleikar, skotveiðar og ferðalög.

Aðalsteinn Bernharðsson, yfirþjálfari Lögregluskóla ríkisins, að kenna nýnemum að standa aftan við stóla
en í grunnnámi skólans setjast nemendur ekki í sæti sín fyrr en kennari býður þeim til sætis

Aðalsteinn Bernharðsson, yfirþjálfari Lögregluskóla ríkisins, að kenna nýnemum að standa aftan við stóla

en í grunnnámi skólans setjast nemendur ekki í sæti sín fyrr en kennari býður þeim til sætis