27 Apríl 2003 12:00

Laugardaginn 26. apríl var lögreglustöðin á Ísafirði opin almenningi til sýnis í tilefni dagsins, frá klukkan 11:00 fram til klukkan 17:00.  Síðasti gesturinn yfirgaf reyndar lögreglustöðina þegar klukkan var langt gengin í sex.  Lögreglumenn áætluðu að á milli 4 og 500 manns hafi komið í heimsókn.   Margt var gert til skemmtunar og fróðleiks fyrir gestina.  Viðamikil sýning var á ýmsum munum sem lögreglan hefur lagt hald á og síðan verið gert upptækt, nokkrir búningar lögreglu voru settir upp.  Þá voru lögreglubifreiðannar til sýnis utandyra.   Fengu börnin að setjast inn í bílana og teknar voru af þeim myndir.  Myndirnar voru teknar á stafræna myndavél sem verða sendar um netið til þeirra á næstu dögum.  Þá voru tekin fingraför af gestum, sem þeir fengu með sér heim.   Fangelsið var opnað upp á gátt og fólk fékk að skoða allt þar sem því langaði til.   Varðstjóraskrifstofu lögreglunnar var breytt í sýningarherbergi þennan dag, fyrir sérsafn þeirra Jóns Svanbergs Hjartarsonar varðstjóra og Þorkels Lárusar Þorkelssonar lögreglumanns.  Þeir félagar eru í samskiptum við lögreglumenn út um allan heim og safna lögregluhúfum og armmerkjum lögreglumanna.  Eru söfn þeirra hin merkilegustu og var mikill fengur í að fá að hafa þau til sýnis af þessu tilefni.  Hér með eru nokkrar myndir sem teknar voru þenna dag.

Myndir voru teknar af börnunum.

Glæsilegt húfusafn varðstjórans (eig. JSH).

Kaffistofunni var breytt í sýningarsal.

Sérsveitarmerki (eig ÞLÞ).

Stöðueinkenni lögreglunnar (eig. JSH).

Hluti sýningarinnar.