6 Desember 2012 12:00

Almanavarnadeild Ríkislögreglustjóra opnaði fésbókarsíðu þann 1. Janúar 2011. Markmiðið með síðunni er að koma upplýsingum til fólks um málefni sem varða almenning og geta komið sér vel. Þar má nefna deilingar af fréttum sem varða viðvaranir vegna veðurs, færðar og annara atburða sem geta haft áhrif á almenning. Eins eru settar inn fréttir af daglegum störfum starfsmanna deildarinnar og myndir til að þeir sem eru áskrifendur að síðunni hafi nokkra hugmynd um starfsemina. Árið 2011 var síðan ekki mjög virk og áskrifendur því ekki mjög margir og flestar heimsóknir í nóvember 2011 á 6 daga tímabili voru 158 á móti 26.480 á sama tíma árið 2012 en markvist hefur verið unnið í því seinni hluta árs 2012 að gera síðuna sýnilegri og fjölga áskrifendum sem núna í dag eru um það bil 2200.