10 Maí 2004 12:00
Þann 6. maí 2004 haldlagði Tollgæslan í Reykjavík póstsendingu sem í var 2,5 kg af hassi og var póstsendingin stíluð á tvítugan suðurnesjamann. Lögreglan í Keflavík fékk málið til rannsóknar.
Föstudaginn 7. maí 2004 kl. 12:22 handtók svo lögreglan í Keflavík tvo menn í heimahúsi í Reykjanesbæ sem tóku við póstsendingunni.
Þrír hafa verið handteknir vegna þessa máls og var einn þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí nk..
Málið er í rannsókn.