11 September 2020 18:03
Nýtt skipurit hefur tekið gildi fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Nýtt skipurit er einfaldara og gerir ráð fyrir meira sjálfstæði einstakra sviða. Skipuritið verður innleitt í nokkrum skrefum og í dag birtist auglýsing eftir fjórum sviðsstjórum. Það er fyrir almannavarnir, landamærasvið, alþjóðasvið og þjónustusvið. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar 1. nóvember n.k.