2 Október 2002 12:00
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur valið úr hópi 87 umsækjenda hverjum þeirra verður boðin skólavist í skólanum á næsta námsári skólans en það hefst þann 7. janúar 2003.
40 umsækjendur voru valdir að þessu sinni, 27 karlar og 13 konur eða 32,5%.
Öllum umsækjendum hefur verið sent bréf þar sem niðurstaðan er kunngerð.