22 Nóvember 2010 12:00
Valnefnd Lögregluskóla ríkisins hefur lokið við að yfirfara umsóknir þeirra sem sóttu um inngöngu í skólann en umsóknarfrestur um skólavist rann út þann 15. nóvember s.l.
Alls sóttu 80 um skólavist en 21 umsækjanda er hafnað, m.a. vegna aldurs, sakarferils, ófullnægjandi menntunar eða af læknisfræðilegum ástæðum. Það verða því 59 umsækjendur boðaðir í inntökupróf sem fara fram 29. og 30. nóvember og 1. desember n.k.
Valnefndin hefur sent öllum umsækjendum bréf þar sem annað hvort kemur fram að umsókn þeirra hafi verið hafnað eða að þeir séu boðaðir í inntökupróf á tilteknum tíma.