17 Nóvember 2010 12:00

Umsóknarfrestur um skólavist í Lögregluskóla ríkisins rann út s.l. mánudag, 15. nóvember og bárust valnefnd skólans 80 umsóknir. Valnefndin er nú að yfirfara umsóknirnar og afla frekari gagna um umsækjendur.

Í næstu viku verður öllum umsækjendum sent bréf og þeir sem teljast hæfir og uppfylla öll inntökuskilyrði verða boðaðir í inntökupróf. Þau munu fara fram 29. og 30. nóvember og 1. desember n.k.