17 Júlí 2020 17:22

Einn farþega Norrænu er greindist með smit við sýnatöku í Hirtshals á þriðjudag fór í sýnatöku að nýju í gær við komu til landsins. Niðurstaða hennar liggur nú fyrir. Um gamalt smit er að ræða og viðkomandi því hvorki veikur né smitandi. Einangrun hans er því aflétt sem og þeirra fimm er voru með honum í för til landsins.

Enginn er nú skráður í sóttkví eða einangrun á Austurlandi.