5 Júlí 2018 10:20

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 155 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns að þeir ækju undir áhrifum vímuefna. Loks voru höfð afskipti af rúmlega þrítugum ökumanni sem reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi.