18 Október 2016 10:40

Allmargir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók var á ferð eftir Reykjanesbraut og mældist bifreið hans á 180 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á lögreglustöð.

Annar ökumaður, sem einnig ók Reykjanesbrautina mældist á 123 km. hraða þar sem hámarkshraði  er 70 km. á klukkustund. Hann var grunaður um að vera undir áhrifum áfengis við aksturinn.

Auk þessa tveggja voru tíu til viðbótar kærðir fyrir hraðakstur. Af þeim voru átta erlendir ferðamenn.

Loks fjarlægði lögregla skráningarnúmer af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar.