31 Október 2016 10:31

Ungur ökumaður mældist á meir en tvöföldum hámarkshraða um helgina þar sem hann var á ferð á vegakaflanum fyrir framan brottfararsal við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar er hámarkshraði 30 km. á klukkustund en bifreiðinni var ekið á nær 70 km. hraða. Þá kærði lögreglan á Suðurnesjum fjóra til viðbótar fyrir hraðakstur. Einn þeirra ók á 121 km. hraða eftir Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Annar sem ók of hratt var ekki með ökuskírteini meðferðis.