5 September 2012 12:00

Lögreglumenn voru við hefðbundið eftirlit í Keflavík í byrjun vikunnar, þegar þeir heyrðu gríðarlegan vélarhávaða nálgast. Skömmu síðar kom bifreið í ljós, sem ekið var á mikilli ferð, langt umfram leyfilegan ökuhraða, í þéttbýlinu. Ökumaður, rúmlega tvítugur karlmaður,  var stöðvaður og honum tilkynnt að skýrsla yrði rituð um athæfi hans. Þá var annar ökumaður, tæplega tvítug kona, staðin að ölvun við akstur. Þriðji ökumaðurinn, rúmlega þrítugur karlmaður, var staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna. Með honum í bílnum var félagi hans, sem játaði við yfirheyrslur að hafa brotist inn í bifreið, með því að brjóta rúðu í henni, og stolið úr henni veski.