8 Júní 2018 09:34

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á þriðja tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Þriðjungur þeirra ók á 140 km hraða eða meira þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þessir ökumenn þurfa því að greiða  150.000 króna eða þaðan af meira í sekt. Sá sem hraðast ók mældist á 148 km hraða og hraðasektin nemur  210.000 krónum, auk sviptingar ökuleyfis í einn mánuð og 3 refsipunkta í ökuferilsskrá.

Þá voru höfð afskipti af tveimur ökumönnum sem voru með alla hjólbarða neglda undir bifreiðum sínum og þarf hvor um sig að greiða 80.000 krónur í sekt.

Jafnframt voru fáeinir staðnir að því að tala í síma án handfrjáls búnaðar og þurfa þeir að greiða 40.000 krónur í sekt.

Það er deginum ljósara að það margborgar sig að fara að umferðarreglum, allra hluta vegan.