20 Mars 2020 13:17

Almannavarnanefnd Austurlands sér ástæðu til að lýsa ánægju með viðbrögð íbúa við leiðbeiningum vegna COVID-19 veirunnar og þeirra ráðstafana sem stjórnvöld hafa gripið til. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa auk þess unnið að smíði verklags er miðar að smitvörnum gagnvart eigin starfsmönnum og viðskiptavinum og er afar mikilvægt í þeim áskorunum sem framundan eru.

Staðan á Austurlandi hefur verið að breytast mikið síðustu daga, en sex tugir einstaklinga eru í sóttkví þegar þetta er ritað. Vitað er að ca. 50% nýgreindra tilvika á Íslandi koma nú fram í hópi þeirra sem eru í sóttkví og því er enn mikilvægara en áður að fylgja leiðbeiningum stjórnvalda í hvívetna og það áréttað hér;  https://www.covid.is/