17 Febrúar 2010 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti hraðaeftirliti í samstarfi við Reykjavíkurborg á nokkrum stærstu gatnamótum borgarinnar með hjálp myndavélabúnaðar. Eitt þessara gatnamóta er Hringbraut/Njarðargata en þar er 60 km hámarkshraði. Upplýsingar úr mælingum þaðan er að finna á myndunum hér fyrir neðan.

Á fyrri myndinni má sjá meðaltal fjölda hraðakstursbrota við þau gatnamót á tilteknum tíma sólarhrings árin 2008, 2009 og 2010. Á þeirri seinni má sjá samanburð milli ára á meðalhraða hinna brotlegu á sama stað.

Greinilegt er að brotum fer fækkandi milli ára og hraði lækkandi. Er það í samræmi við aðrar mælingar lögreglu, til að mynda í Hvalfjarðargöngum, þar sem brotahlutfall þeirra sem um göngin fara hefur lækkað úr 5% niður í 1% milli áranna 2007 og 2009. Þá hefur slysum í umferð fækkað umtalsvert á sama tíma. 

Tölurnar benda til ábyrgari hegðunar ökumanna en áður.

Fjöldi brota eftir tímabili sólarhringsins.

Meðalhraði brotlegra ökumanna eftir tímabili sólarhringsins.