2 September 2002 12:00

Ábyrgir foreldrar.

Lögreglan á Ísafirði vill minna ykkur á útivistarreglurnar og þá breytingu sem varð þann 1. september sl. En þá styttist löglegur útivistartími barnanna um tvær klukkustundir.

Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl 20. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl 22. nema í fylgd með fullorðnum (undanskilið er bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu).

Ísskápssegullinn með útivistarreglunum ætti að vera til á hverju barnaheimili. Honum var dreift á um 700 heimili á norðanverðum Vestfjörðum fyrir tveimur árum síðan. Ef segulinn vantar þá er ykkur bent á lögregluna á Ísafirði, sem gefur fúslega slíka segla.