1 Janúar 2013 12:00
Almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps hefur, eftir ráðgjöf frá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, ákveðið að aflétta rýmingu á eftirtöldum svæðum : Reitum 5 og 6 í Súðavík. Hraun í Hnífsdal og einnig húsum númer 100 og 102 við Seljalandsveg á Ísafirði. Þá er aflétt rýmingu á bænum Fremstu-Hús í Dýrafirði.
Aðrar rýmingar eru enn í gildi þ.e.a.s. á reit 9 á Ísafirði, Kirkjuból og Höfða í Skutulsfirði, Fremri Breiðadal, Kirkjubóli í Korpudal og Veðrará í Önundarfirði. Þá er enn í gildi rýming á Félagsheimilinu í Hnífdal og sömuleiðis Heimabæ í Hnífsdal.
Fundur með snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands er fyrirhugaður fyrir hádegi á morgun.
Akstursleiðir milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum eru greiðar, utan þess að mokstur í Ísafjarðardjúpi stendur enn yfir.
Nánari upplýsingar um færð á vegum vísast á vef Vegagerðarinnar, vegagerdin.is, og upplýsinga stofnunarinnar, sem er 1777.