27 Desember 2013 12:00
Frá almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Vegirnir um Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð verða áfram lokaðir. Ef veðurspá gengur eftir má gera ráð fyrir að hægt verði að hleypa umferðar á þá í fyrramálið (28.des). Neyðarflutningur um Eyrarhlíð er þó tryggður. Er hér eingöngu átt við eftirtalda viðbragðsaðila, sjúkralið, slökkvilið, björgunarsveitir og lögreglu.
Umferð um skutulsfjarðarbraut, kaflinn milli Seljalands og áhaldahúss, verður áfram vöktuð af björgunarsveitarmönnum til kl.03:00 í nótt (28. des) en þá verður umferð um veginn lokað fyrir allri umferð.
Flateyrarvegi verður lokað kl.19:00 í kvöld.
Eins og staðan er nú er ekki gert ráð fyrir frekari rýmingum en farið hafa fram til þessa.
Búist er við aukinni úrkomu og meiri vindi á norðanverðum Vestfjörðum næstu klukkustundirnar en veðurspáin gerir ráð fyrir að veður gangi niður undir morgun.
Varðandi nánari upplýsingar um veður og færð er vísað á vegagerdin.is, síma 1777 og vedur.is. Eins facebooksíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og logreglan.is.