26 Desember 2013 12:00

Frá almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.

Vegurinn milli Ísafjarðar og Súðavíkur verður áfram lokaður fyrir allri umferð vegna snjóflóðahættu og litlar líkur eru á því að hann verði opnaður á morgun (föstudaginn 27.desember) ef veðurspá gengur eftir.

Almenningur er beðinn um að vera ekki á ferðinni á milli hverfa að ástæðulausu enda má búast við að færð fari að spillast upp úr miðnætti.

Þeir sem vilja fylgjast með framvindu mála eru hvattir til að nota heimasíðu Veðurstofu Íslands, vedur.is, og heimasíðu Vegagerðarinnar, vegagerdin.is, auk facebooksíðu almannavarnadeildar ríkislögreglusjóra.  Einnig má hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777.