25 Desember 2013 12:00

Enn er hvassviðri á norðanverðum Vestfjörðum og nokkur úrkoma.  Veðurstofan hefur gefið út svk. Óvissustig fyrir þetta svæði gagnvart snjóflóðahættu.  Það er þó ekki komið á það stig að rýma þurfi hús en snjóathugunarmenn og veðurfræðingar fylgjast grannt með aðstæðum og verða sendar út tilkynningar ef breyting verður  á.

Vegna snjóflóðahættu ákvað almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps að að loka leiðinni milli Súðavíkur og Ísafjarðar, eins og komið hefur fram.  A.m.k. eitt snjóflóð féll á veginn í fyrrinótt og eitt eða fleiri í nótt sem leið.  Vegna aðstæðna og veðurspár hefur verið ákveðið að opna ekki þessa leið í dag.  Staðan m.t.t opnunar verður tekin á morgun.

Vegir milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum eru margir hverjir ófærir.  Þeim sem hyggjast fara á milli staða eru hvattir til að afla sér upplýsinga um færð og veður í síma Vegagerðarinnar, 1777, eða á vefsíðunni http://www.vegagerdin.is/   Einnig er hvatt til þess að fylgst sé með tilkynningum frá almannavörnum á og á facebooksíðu almannavarnadeildar ríkislögrelgustjóra.