31 Desember 2012 12:00
Almannavarnarnefnd Ísafjarðarbæjar og Súðarvíkurhrepps.
31.12.2012 kl. 16:40
Rýmingu var aflétt í morgun á Ísafjarðarflugvelli. Eftir fund með starfsmönnum Veðurstofu Íslands nú rétt í þessu er ákveðið að aflétta rýmingu á bænum Neðri Breiðadal í Önundarfirði og Geirastöðum í í Syðri dal í Bolungarvík.
Aðrar rýmingar eru í gildi áfram þar til annað verður ákveðið. Fundur þar um verður kl.13:00 á morgun.
Varðandi vegi þá sem enn eru lokaðir á norðanverðum Vestfjörðum er stefnt að því að hefja mokstur þar upp úr kl.10:00 í fyrramálið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is eða í síma 1777.
Starfsmenn Orkubús Vestfjarða vinna að viðgerðum á raforkulínum og rafmagn er skammtað með varaafli. Nánari upplýsingar gefur OV, www.ov.is eða í síma 450-3211.