4 Apríl 2008 12:00

Af gefnu tilefni vill Ríkislögreglustjórinn vara við enn einni útgáfu af tölvubréfum í anda Nígeríubréfa. Þarna er um að ræða svindl sem heitir FreeLotto þar sem reynt er að hafa fé af fólki. Ríkislögreglustjórinn varar fólk eindregið við að svara slíkum bréfum, eða smella á vefslóðir í þessum póstum. Eyða skal þessum póstum óopnuðum. Í þessu tilfelli er um að ræða svindl sem er mjög virkt um þessar mundir og fjöldi fólks hefur tapað fé á þessum viðskiptum.

Hér er mjög góð lýsing á brotastarfseminni (á ensku):

http://www.consumerfraudreporting.org/lotteryscam_FreeLottoDotCom.php

Jafnframt áréttar Ríkislögreglustjórinn fyrri aðvaranir um svokölluð Nígeríubréf sem eru af sama meiði. (Smellið hér til að opna skjal)

Sýnishorn af bréfum frá FreeLotto:

Dear NN ,

You are receiving this message because you joined FreeLotto on Saturday March 8th, 2008, from IP Address 157.157.234.245. When you registered you agreed to receive messages from FreeLotto. FreeLotto NEVER sends JUNK or SPAM messages. We never send mail to anyone unless they requested it when they registered. If you somehow didn“t understand that you were agreeing to receive messages from us at the time you joined PLEASE CLICK HERE TO BE PERMANENTLY REMOVED FROM OUR LIST. In doing so you will also cancel your FreeLotto membership and you will no longer be eligible to play FreeLotto or receive up to $11,000,000.00 in daily prizes. We regret any inconvenience.

Thank you,

FreeLotto Member Services

NN, Deild ósóttra vinninga var stofnuð af PNI til að leita uppi aðila sem eiga rétt á vinningum. sem standa þeim til boða. PNI er alþjóðlegt fyrirtæki sem stendur fyrir happadrættum á netinu og hefur greitt út meira en $78,000,000.00 (sjötíu og átta milljónir Bandaríkjadala) til hundruða þúsunda heppinna vinningshafa í 41 landi; og þannig gert 14 manns að milljónamæringum og 4 að tugmilljónamæringum. þ = NN, FRÁ 101 Reykjavvik, þú kannt að eiga rétt á að innleysa vinninginn hér að neðan. Farðu yfir hinn opinbera lista yfir vinningshafa til að komast að því hvort þú eigir rétt á því.