7 Nóvember 2012 12:00

 Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til þess að vara við tölvuþrjótum sem undanfarna daga hafa hringt í fólk á Íslandi undir því yfirskyni að þeir starfi hjá tölvufyrirtækinu Microsoft. Fólki er sagt að það hafi uppgötvast tölvuvírus í tölvu viðkomandi og boðin er fram aðstoð til þess að lagfæra vandann í gegnum síma. Fólk er beðið um að sýna varkárni og ekki undir neinum kringumstæðum að láta glepjast af slíkum tilboðum.