10 Apríl 2024 16:40
Almannavarnaæfing var í gær á Seyðisfirði með viðbragðsaðilum í umdæminu og Norrænu, auk þess sem Landhelgisgæslan tók þátt og Neyðarlína. Þá var samhæfingarstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra virkjuð.
Rýnifundur var haldinn um borð í Norrænu að æfingu lokinni. Þótti hún takast prýðilega þar sem reyndi m.a. á samskipti og samvinnu mismunandi eininga og viðbragðsaðila.
Myndir er teknar voru á æfingunni eru meðfylgjandi.

Drónasveit að störfum

Rýming í gangi

Vettvangur æfingarinnar

Reykkafarar fara um borð í Norrænu

Maður fyrir borð – björgun