11 Mars 2024 08:19
Æfingalota löggæsluhunda var haldin á höfuðborgarsvæðinu dagana 19. – 22. febrúar s.l.
Æfingarnar fóru fram víðsvegar um borgina þar sem hundarnir voru æfðir í ýmiskonar leitum.
Síðasta daginn var svo brugðið út af vananum, slegið á létta strengi og fenginn gestakennari sem í þetta skiptið var að Auður Björnsdóttir, hundaþjálfari. Auður kynnti fyrir teymunum “Shaping”.
Hundateymin hittast með reglulegu millibili í æfingalotum sem þessari en markvisst gæðaeftirlit er haft með teymunum.
Yfirstjórn hundamála á landsvísu er hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra