26 Nóvember 2008 12:00

Út er komin bók um lífshlaup Sæmundar Pálssonar, fyrrverandi lögreglumanns. Sæmundur, eða Sæmi rokk eins og hann er kannski best þekktur, var lögreglumaður um árabil en hann var einnig lífvörður Bobbys Fischer þegar heimsmeistaraeinvígið í skák var haldið hér á landi árið 1972. Löngu seinna, í sögu sem er flestum kunn, settist Fischer að á Íslandi, ekki síst fyrir milligöngu Sæmundar en þessi fyrrverandi lögreglumaður er jafnframt einn frægasti dansherra þjóðarinnar.

Sæmundur færði Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra áritað eintak af bókinni.