23 Nóvember 2023 13:22

Í nýjum gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember sl, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís ennþá í Svartengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík.

Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.   Í ljósi þessa ákvað Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurnesjum að almannvarnastig verði fært niður á hættustig vegna jarðhræringa.

Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum og því er svæðið áfram vel vaktað.