30 Desember 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út skýrsluna Afbrot á höfuðborgarsvæðinu 2012. Í þessari skýrslu er fjallað um tíðni afbrota á höfuðborgarsvæðinu, en þetta er í sjöunda sinn sem embættið gefur út tölfræðiskýrslu í þessari mynd. Markmiðið með henni er m.a. að halda árlega skrá yfir afbrot í umdæminu, mæla þróun í afbrotatíðni milli ára og gera samanburð eftir svæðum. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þessar:

Hegningarlagabrot voru 8.368 árið 2012 og fjölgar um sex prósent milli ára. Sérrefsilagabrot voru 2.905 árið 2012 og fjölgar um rúmlega 28 prósent milli ára. Fjölgunin er einkum vegna fjölgunar fíkniefnabrota. Af hegningarlagabrotum fækkar auðgunarbrotum mest (8% fækkun frá 2011). Það skýrist af fækkun innbrota (31% fækkun frá 2011). Árið 2012 var að jafnaði tilkynnt um 84 innbrot á mánuði eða þrjú innbrot á dag. Af þessum innbrotum eru um 40 prósent á heimili. Innbrot á heimili voru því að jafnaði eitt á dag árið 2012.
Árið 2012 voru 236 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar sem er meiri fjöldi en fyrri ár (fjölgun um 7% milli ára). Fjölgunin er meðal annars vegna fleiri brota gegn lögum um vændi. Ofbeldisbrot voru 757 árið 2012. Þeim fjölgar lítillega milli ára(11% fjölgun frá 2011) en nokkrar sveiflur eru í fjölda tilvika milli ára. Eitt manndráp varð árið 2012 og fimm tilraunir til manndráps.
Fíkniefnabrot voru 1.325 árið 2012 og hefur fjölgað um 12 prósent milli ára. Fjölgunin er mest í brotum er varða vörslu og meðferð ávana– og fíkniefna. Dregið hefur úr fjölgun mála vegna framleiðslu fíkniefna. Minna magn fíkniefna var haldlagt árið 2012 en fyrri ár. Oftast var lagt hald á maríhúana en sjaldnast á hass.
Árið 2012 voru 20.354 einstaklingar kærðir fyrir brot, þar af voru karlar 72 prósent og konur 28 prósent. Flestir voru kærðir fyrir umferðarlagabrot eða 17.196. Þar af voru konur 30 prósent ökumanna. Líkt og fyrri ár voru flestir kærðir fyrir of hraðan akstur eða 13.278 ökumenn, þar af voru konur 32 prósent ökumanna. Hlutfallslega flestir þeirra sem kærðir voru fyrir hegningarlagabrot og sérrefsilagabrot önnur en umferðarlagabrot árið 2012 voru á aldrinum 21 til 30 ára. Hlutfallslega flestir þeirra sem kærðir voru fyrir umferðarlagabrot árið 2012 voru á aldrinum 51 til 70 ára.
Þegar tekið er tillit til íbúafjölda þá fækkar brotum á öllu höfuðborgarsvæðinu nema á svæði lögreglustöðvar 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes). Árið 2012 voru tilkynnt 427 hegningarlagabrot m.v. 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldisbrot voru 43 á hverja 10.000 íbúa. Flest brot áttu sér stað í Miðborg eða 363 brot á hverja 10.000 íbúa. Innbrot voru 49 á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu árið 2012.
Skýrsluna má nálgast hér.
 
 

Hegningarlagabrot voru 8.368 árið 2012 og fjölgar um sex prósent milli ára. Sérrefsilagabrot voru 2.905 árið 2012 og fjölgar um rúmlega 28 prósent milli ára. Fjölgunin er einkum vegna fjölgunar fíkniefnabrota. Af hegningarlagabrotum fækkar auðgunarbrotum mest (8% fækkun frá 2011). Það skýrist af fækkun innbrota (31% fækkun frá 2011). Árið 2012 var að jafnaði tilkynnt um 84 innbrot á mánuði eða þrjú innbrot á dag. Af þessum innbrotum eru um 40 prósent á heimili. Innbrot á heimili voru því að jafnaði eitt á dag árið 2012.

Árið 2012 voru 236 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglunnar sem er meiri fjöldi en fyrri ár (fjölgun um 7% milli ára). Fjölgunin er meðal annars vegna fleiri brota gegn lögum um vændi. Ofbeldisbrot voru 757 árið 2012. Þeim fjölgar lítillega milli ára(11% fjölgun frá 2011) en nokkrar sveiflur eru í fjölda tilvika milli ára. Eitt manndráp varð árið 2012 og fimm tilraunir til manndráps.

Fíkniefnabrot voru 1.325 árið 2012 og hefur fjölgað um 12 prósent milli ára. Fjölgunin er mest í brotum er varða vörslu og meðferð ávana– og fíkniefna. Dregið hefur úr fjölgun mála vegna framleiðslu fíkniefna. Minna magn fíkniefna var haldlagt árið 2012 en fyrri ár. Oftast var lagt hald á maríhúana en sjaldnast á hass.

Árið 2012 voru 20.354 einstaklingar kærðir fyrir brot, þar af voru karlar 72 prósent og konur 28 prósent. Flestir voru kærðir fyrir umferðarlagabrot eða 17.196. Þar af voru konur 30 prósent ökumanna. Líkt og fyrri ár voru flestir kærðir fyrir of hraðan akstur eða 13.278 ökumenn, þar af voru konur 32 prósent ökumanna. Hlutfallslega flestir þeirra sem kærðir voru fyrir hegningarlagabrot og sérrefsilagabrot önnur en umferðarlagabrot árið 2012 voru á aldrinum 21 til 30 ára. Hlutfallslega flestir þeirra sem kærðir voru fyrir umferðarlagabrot árið 2012 voru á aldrinum 51 til 70 ára.

Þegar tekið er tillit til íbúafjölda þá fækkar brotum á öllu höfuðborgarsvæðinu nema á svæði lögreglustöðvar 5 (Miðborg, Vesturbær og Seltjarnarnes). Árið 2012 voru tilkynnt 427 hegningarlagabrot m.v. 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Ofbeldisbrot voru 43 á hverja 10.000 íbúa. Flest brot áttu sér stað í Miðborg eða 363 brot á hverja 10.000 íbúa. Innbrot voru 49 á hverja 10.000 íbúa á höfuðborgarsvæðinu árið 2012.

Skýrsluna má nálgast hér.