3 Janúar 2020 16:54

Ríkislögreglustjóri hefur nú gefið út bráðabirgðatölur fyrir afbrot á landsvísu árið 2019.

Í tölunum kemur fram að hegningarlagabrotum fjölgaði lítillega milli ára eða um 6% en hlutfallslega var þar mest fjölgun á kynferðisbrotum en þau fóru úr 551 broti í 678.

Umferðarlagabrotum fækkaði lítillega milli ára eða um 4% og var lægra hlutfall slíkra brota tekið á stafrænar hraðamyndavélar en árið á undan.

Töluvert meira magn var haldlagt af fíkniefnum á árinu heldur en árið á undan. Þar munar mestu um mikið magn amfetamíns og mesta magn kókaíns sem haldlagt hefur verið á einu ári.

Bráðabirgðatölurnar má finna hér.