24 Febrúar 2015 10:37

Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir janúarmánuð er litið til kærðra í þjófnaðarbrotum. Karlar voru 59% kærðra en konur 41%. Kemur m.a. fram að þjófnaðarbrot kvenna eru í 77% tilvika búðarhnupl, en þjófnaður karla fellur í 52% tilvika undir búðarhnupl. Þá kemur einnig fram að hærra hlutfall kvenna en karla var grunað um fleiri en einn þjófnað í mánuðinum, eða 17% kvenna en 13,5% karla.

Hlutfall kvenna í þjófnaðarbrotum er hátt þegar litið er til flest allra annarra brota, t.d. er hlutfall kvenna í  hegningarlagabrotum í kringum 20%.

Afbrotatíðindin í heild sinni má sjá hér.