25 Júní 2012 12:00

Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra kemur m.a. fram að innbrot voru talsvert fleiri fyrstu fimm mánuði ársins 2010 en árið 2011 og 2012. Þau voru að meðaltali 250 á mánuði í janúar til maí 2010 en 150 að meðaltali yfir sama tímabil 2011. Það sem af er ári hafa tilkynnt innbrot verið 131 að meðaltali á mánuði en flest voru tilkynnt í janúar, eða rétt tæplega 6 á dag (5,6). Vettvangur innbrota er í flestum tilvikum íbúðarhúsnæði, fyrirtæki eða stofnanir, bifreiðar og sumarbústaðir.

Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.