21 September 2012 12:00

Afbrotatíðindi fyrir ágústmánuð eru komin út. Þar eru birtar tölur um brot fyrir ágústmánuð auk þess sem beint er sjónum að ákveðnum brotaflokk sem hefur verið í umræðunni eða talið er gagnlegt að fjalla um sérstaklega.

Í afbrotatíðindunum kemur m.a. fram að árin 2005-2008 var haldlagt meira magn af hassi en maríhúana og fjöldi kannabisplantna náði mest rétt yfir 1.000 plöntur. Árið 2009 snérist þróunin við, en haldlagt var meira af maríhúana en hassi. Þá var haldlagt mun meira af kannabisplöntum frá og með árinu 2009, mest árið 2009 eða tæplega 12.000 plöntur.

Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.