15 Ágúst 2014 12:00

Í afbrotatíðindum fyrir júlímánuð kemur fram að stöðug aukning hefur verið á verkefnum lögreglu tengdum fólki með erlent ríkisfang síðustu árin. Í þessu samhengi er um að ræða verkefni eins og umferðaróhöpp, slys á fólki og annað slíkt en ekki afbrot. Þegar á heildina er litið hefur verkefnum tengdum erlendum ríkisborgurum fjölgað hlutfallslega meira en þessum verkefnum almennt. Á tímabilinu janúar til júlí árið 2014 voru um 27% fleiri slík verkefni en á sama tímabili árið áður tengd erlendum ríkisborgurum en í heildina fjölgaði verkefnunum aðeins um 2%, óháð þjóðerni.

Afbrotatíðindin í heild sinni má sjá hér.