16 Júní 2011 12:00

Afbrotatíðindi fyrir maímánuð hefur verið birt á vef ríkislögreglustjóra www.rls.is/tolfraedi. Villa var í fyrri útgáfu þar sem útreikningur á fjölda brota í töflu 1 fyrir árið 2011 var rangur. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Hraðakstursbrot er sá brotaflokkur þar sem skráð eru flest brot hérlendis. Þau telja tugþúsundir á hverju ári og nú er svo komið að brotin eru árlega í kringum 40.000. Þegar líða tekur á sumarið fjölgar þessum brotum mjög og hefst aukning þeirra í mars/apríl. Þau ná svo hámarki í júlí/ágúst.

Skýrsluna má nálgast hér.